top of page

Skilmálar

Almennir ábyrgðarskilmálar

Allar vörur eru seldar með fullri ábyrgð samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003.

Kaupnóta er nauðsynleg þegar staðfesta þarf ábyrgð.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits.

Ábyrgðin fellur úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.

Viðskiptaskilmálar

Varan er eign Björnsins þar til kaupverð hefur verið að fullu greitt.

Gjaldagi reiknings er samdægur útgáfudagsetningu.

Eindagi reiknings er þrem dögum eftir útgáfudag, nema annað sé umsamið.

Dráttarvextir reiknast eftir eindaga reiknings.

Helmingur vöru skal greiða áður en framleiðsla hefst á pöntun.

Síðri helmingur skal vera greiddur áður en vara er afhent.

Ef pöntun er yfir 7.000.000kr. þarf aðeins að greiða 33% af tilboðsverði pöntunar. 

Ekki er hægt að biðja um endurgreiðslu eftir að framleiðsla á verki er hafin.

Ekki er hægt að breyta pöntun eftir að framleiðsla hefst.

Ábyrgð

Almenn ábyrgð fylgir innréttingum Bjarnarins, t.d. ef kantlíming losnar, höldur losni eða skúffa bili. Þá sendum við mann í verkið eins fljótt og auðið er.

Ef skemmd er augljóslega ekki orsökuð af Birninum eða uppsettningarteymi Bjarnarins fellur almenna ábyrgðin úr gildi og kaupandi ber ábyrgðina.

Björninn ber ekki ábyrgð á skemmdum við flutning ef kaupandi ákveður að flytja innréttinguna sjálfur.

Björninn tekur myndir við lok framleiðslu sem sönnun um fullnægjandi vinnubrögð.

Uppsetningarteymið okkar áskilur sér réttinn að taka myndir af full-uppsettum innréttingum sem sönnun um fullnægjandi vinnubrögð.

Uppsetning innréttinga

Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga.

Björninn ábyrgist ekki skemmda eða bilina ef kaupandi sér sjálfur um uppsetningu.

Að uppgötva galla eftir að innrétting hefur verið uppset getur reynst kaupanda vörunnar dýrkeypt ef hann hefur ekki framfylgt faglegu eftirlitshlutverki við uppsetninguna. Kaupandi vörunnar má búast við því að þurfa að bera tjónið sjálfur.

Geymslugjöld

Geymslugjöld leggjast á pöntun 24 klukkustundum eftir tilkynningu um að pöntun sé reiðubúin til afhendingar, á aðeins við um virka daga. 

Geymslugjald er 20.000kr. á dag fyrstu 5 virkadaga frá tilkynningu en 50.000kr. á dag eftir fyrstu 5 virkudagana.

bottom of page