top of page

Skilmálar

Almennar upplýsingar

Björninn ehf.
Álfhella 5, 221, Hafnarfjörður, Ísland
bjorninn@bjorninninnrettingar.is
Kt: 490822-1780
Seljandi (Björninn ehf.) heitir kaupanda fullum trúnaði um allar
persónuupplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar
verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Almennir ábyrgðarskilmálar

Það er á ábyrgð viðskiptavina að kynna sér skilmála Bjarnarins áður en greiðsla fer fram fyrir
vöru eða þjónustu. Greiðsla staðfestingargjalds telst staðfesting á samþykki þessara skilmála
og öll viðskipti við Björninn ehf. byggjast á þeim.
Kaupnóta er nauðsynleg til að ábyrgð teljist gild.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef bilun eða skemmd má rekja til rangrar notkunar, óviðeigandi
uppsetningar, óviðeigandi umhverfisskilyrða (svo sem rakastigs eða hitastigs) eða óhæfilegra
breytinga af hálfu kaupanda.
Heildarábyrgð Bjarnarins takmarkast við verð vöru eða þjónustu.

 

Viðskiptaskilmálar

Varan er eign Bjarnarins þar til kaupverð hefur verið greitt að fullu.
Reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki þennan eignarétt seljanda fyrr en greiðsla
hefur borist að fullu.
Sé vara send út áður en greiðsla hefur borist (t.d. vegna skorts á geymsluplássi hjá Birninum),
breytir það ekki eignarhaldi. Björninn áskilur sér rétt til að endurheimta allar útsendar vörur
nema samkomulag náist.

Reikningar eru gjaldkræfir við útgáfudag. Eindagi er þremur (3) dögum síðar, nema annað
hafi verið samið um.
Dráttarvextir leggjast á eftir eindaga. Björninn áskilur sér einnig rétt til að bæta við
innheimtukostnaði og lögfræðikostnaði, auk þess að seinka áframhaldandi vinnu þar til
greiðsla berst.
Við sérstakar aðstæður, svo sem ef viðskiptavinur stundar áhættusöm viðskipti, áskilur
Björninn sér rétt til að fá kaupverð allt greitt fyrirfram.
Almennt gildir sú regla að 50% af heildarverði skal greitt áður en framleiðsla hefst, og
eftirstöðvarnar skulu greiddar fyrir afhendingu.
Ef pöntun er yfir 7.000.000 kr. gilda eftirfarandi greiðsluskilmálar:

  • 50% staðfestingargjald,

  • 25% þegar verkið er hálfnað,

  • 25% þegar verkið er tilbúið til afhendingar.

Ef pöntun er undir 1.000.000 kr. verður hún öll rukkuð fyrirfram.

Staðfestingargjöld eru óafturkræf.
Skyldi framleiðsla vera hafin en viðskiptavinur engu að síður kjósa að hætta við kaupin, ber
honum að greiða 25% aukalega ofan á staðfestingargjaldið. Viðbótargreiðslunni er ætlað að
dekka efni og vinnu sem þegar hefur farið í verkið.
Allar breytingar á verki eftir að framleiðsla hefst kosta:

  • Lágmark 50.000 kr. fyrir hverja breytingu, en stighækkandi eftir því sem breytingar

eru víðtækari.

  • Aukalegur efniskostnaður og vinna vegna slíkra breytinga verður einnig rukkuð

sérstaklega.

Ábyrgð

Ábyrgð gildir frá afhendingu og þann árafjölda sem tiltekið er eftir tegund og rými:

  • 3 ár fyrir innréttingar í þurrum rýmum.

  • 2 ár fyrir eldhús og votrými.

Almenn ábyrgð nær til t.d. lausnar á kantlímingu, biluðum skúffum og lausra handfanga.
Starfsmaður verður sendur innan 30 daga frá tilkynningu.
Ábyrgðin fellur úr gildi ef skemmd er ekki af völdum Bjarnarins eða uppsetningarteymis
hans. Ábyrgðin gildir heldur ekki ef skemmdir stafa að óviðeigandi aðstæðum hjá
viðskiptavini, svo sem vegna vatns, hita eða annars sem Björninn getur ekki borið ábyrgð á.
Björninn ber enga ábyrgð á skemmdum í flutningi ef viðskiptavinur annast flutning.

Björninn tekur myndir við verklok sem staðfestingu á viðunandi vinnu. Uppsetningarteymið
áskilur sér rétt til að mynda fullkláraðar innréttingar. Myndirnar má einnig nota í markaðsefni
nema viðskiptavinur óski sérstaklega eftir öðru skriflega.

Uppsetning


Björninn ber enga ábyrgð á skemmdum eða bilunum ef viðskiptavinur setur upp
innréttingarnar sjálfur.

 

Geymslugjöld

Geymslugjöld leggjast á 48 klst. eftir fyrstu afhendingartilkynningu (gildir aðeins á virkum
dögum).

  • 20.000 kr./dag fyrstu fimm (5) virku dagana.

  • 50.000 kr./dag frá sjötta virka degi.

Sé vara ekki sótt innan 60 daga áskilur Björninn sér rétt til að endurheimta vöruna upp í
kostnað eða farga henni. Eignarhald viðskiptavinar fellur þá úr gildi og engin endurgreiðsla
fer fram.

Afhending

Allar innréttingar eru afhentar fullbúnar með öllu innvolsi (skúffum, hillum, lömum o.fl.),
nema setja þurfi efnið saman á áfangastað.
Spónlagðir fletir eru undanskildir og eru ávallt fluttir sérpakkaðir.
Ef ekki er hægt að setja búnað í hjá Birninum, fylgir hann með sendingunni.
Björninn áskilur sér rétt til að setja ekki upp sér LED-lýsingu sem víkur frá þeirra stöðluðu
lýsingu. Stöðluð lýsing er í hliðum skápa en ekki toppi eða botni.
Sérlýsing fylgir með í flutningi, og viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á uppsetningu eða
ráðningu fagaðila.
Flutningur er ekki innifalinn í tilboðum nema sérstaklega sé samið um það.
Viðskiptavinur getur óskað eftir flutningi frá Birninum innan höfuðborgarsvæðisins gegn
25.000 kr. (m.vsk) . gjaldi á ferð.
Mælt er með ráðningu fagaðila í stærri flutninga, og allur sá kostnaður og ábyrgð liggur hjá
viðskiptavini.

Ef skemmd verður við flutning frá þriðja aðila er tjónið ekki á ábyrgð Bjarnarins.
Seinki afhendingu af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem vegna verkfalla, veðurs, töfum í
vöruflutningum o.fl. verður viðskiptavinur upplýstur um það og tilgreind ný
afhendingardagssetning.
Seinki afhendingu í meira en 30 daga frá upphaflegri áætlun, á viðskiptavinur rétt á 15%
afslætti af þeim vörum sem seinkaði.

 

Teikningar

Séu notaðar teikningar frá öðrum en Birninum verða þær að innihalda allar nauðsynlegar
málsetningar, skýringar og upplýsingar.
Björninn hefst ekki handa við framleiðslu ef teikningar eru óljósar og áskilur sér rétt til að
óska eftir nánari skýringum.
Framkvæmdir hefjast ekki fyrr en viðskiptavinur hefur áritað skilmála þessa og
lokateikningar, en auk þess samþykkt lit og prufustykki, sbr. næsta kafla um „Bæsun“.
Framkvæmdum verður frestað ef nauðsynlegar upplýsingar vantar frá viðskiptavini, arkitekt
viðskiptavinar eða öðrum fagmönnum á vegum viðskiptavinar.

 

Bæsun

Val á lit skal fara fram með sérstakri nákvæmni og með staðfestu samþykki viðskiptavinar
hvað varðar litanúmer. Viðskiptavinur kvittar undir samþykkt litaprufunnar. Bæði Björninn
og viðskiptavinur fá afrit.
Eftir að framleiðsla hefst er ekki hægt að breyta lit.
Vilji viðskiptavinur breyta lit eftir að framleiðsla hefst, greiðir hann að fullu fyrir þau stykki
sem búin voru til í „röngum“ lit.
Prufustykki (40x40 cm) er unnið og tilbúið á 2-4 virkum dögum.
Viðskiptavinur ákveður út frá prufunni hvort halda skuli áfram eða óska eftir nýjum lit.
10.000 kr. er rukkað fyrir hverja prufu eftir fyrstu þrjár prufurnar. Sú upphæð bætist við
lokatilboð.
Framleiðsla byggist á samþykktri prufu. Rísi ágreiningur verður óháður aðili fenginn til að
meta litinn.

 

Deilumál

Um alla samninga Bjarnarins fer samkvæmt íslenskum lögum. Komi til deilumála skal reynt
að leysa þau með sáttamiðlun. Takist það ekki verður málið lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness.

bottom of page