top of page

​Íslenskt í yfir 50 ár

Um okkur

Björninn hefur í áratugi verið að skaffa landsmönnum

hágæða innréttingar... og ætlar að halda því áfram.

Björninn Innréttingar í Borgartúni

Með vönduð vinnubrögð, hágæða vinnuvélum og ástríðu fyrir fallegum hlutum í forgangi hjá Birninum, getur þú treyst á það að innréttingin verður eins falleg eins og hún verður persónuleg. Við störfum í vel útbúnum sal með nýjustu græjum til þess að passa að sóun verði sem minnst og gæði sem best. Björninn er í samstarfi við bestu birgi á landinu þegar kemur að efnivið og innréttingalausnum svo allar innréttingar okkar standi tímans tönn og leyfi viðskiptavinum að upplifa alvöru lúxus tilfinningu í hvert skipti sem þeir koma við hana.

Sagan okkar

Björninn hefur nú verið starfandi í rúm 50 ár en hét upprunalega Hannes Þorsteinsson o/co. Þá snérist rekstur um umboðssölu á byggingavörum ásamt birgðarhaldi. Þeir Páll Pétursson, Thor R. Thors. og Helgi Kristjánsson kaupa síðan reksturinn.

 

Þeir breyta nafni fyrirtækisins í Björninn en halda áfram sama rekstri. Síðar meir eða 1986, færir Björninn sig inn á sérhæfðri slóðir og þá í innréttinga bransanum. Björninn flytur í Borgartún 28 og er þar með stærstu innréttingaverslun landsins, 700 fermetrar á þremur hæðum. 

 

„Við höfum lagt áherslu á gífurlega breidd og heildarlausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki“ 

        - Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri 1997

 

Björninn lagði mikið í „betri og bættri hönnun“ fyrir viðskiptavini sína og á tíma réð 18% af markaðshlutdeild í innréttinga bransanum. Björninn slapp vel úr kreppunni 1986-87 með því að sérhæfa sig enn fremur og lækka verð með því að leyfa fólki að setja saman innréttingarnar sjálft. Þá þróaðist félagið úr því að vera byggingavöruverslun, yfir í þjónustufyrirtæki í viðhaldi og endurnýjun á tréverki innanhúss.

 

Björninn auglýsti lítið miðað við samkeppni og lét lítið fyrir sér fara og leyfði orðspori frekar að dreifast, því það er enginn auglýsing jafn góð og ánægður kúnni. Með mikla sérhæfingu og virkilega persónulega þjónustu var lítil þörf á markaðssetningu.


 

Páll Þór, sonur Péturs, flytur fyrirtækið í Ármúlan árið 2005 og heldur starfseminni gangandi, með gæði og nýtingu ávallt í forgangi.

 

Árið 2015 kaupir samsteypan Flotgólf félagið og blæs nýju lífi í framleiðslu Bjarnarins. Með verkstæði í Tónahvarfinu í Kópavogi, hélt Björninn áfram að gera glæsilegar og vandaðar innréttingar.

 

Björninn flytur síðan í Álfhellu 5 árið 2022, þar sem hann starfar enn í dag. Nú hafa nýir eigendur tekið við og lofa að halda sögu Bjarnarins á lífi og varðveita gæðastaðla sem gerðu Björninn að auðþekktu nafni.

Innréttingaverkstæði Bjarnarins
Nýir eigendur Bjarnarins

Fréttagrein um nýju eigendur Bjarnarins.

bottom of page